Maí 2018 hefur verið svolítið einkennilegur á Íslandi, það hefur snjóað ítrekað, en helgina sem nokkrir félagar úr Fjallahjólaklúbbnum hjóluðu til Úlfljótsvatns var bongóblíða. Mestan hluta leiðarinnar. Sól og blíða. Við fengum að vísu smá sýnishorn af alls konar veðri, grenjandi rigningu og smá haglél. Og hvílík dásemd að láta sig líða ofan í heita pottinn í lok ferðar og snæða saman góðan mat í góðra vina hópi.