Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
Það er auðveldara en margur heldur að setja nýja gírskipta á hjólið sitt. Hér er skipt um grip gírskipta (grip shift).
Það er frábært að hjóla um Höfuðborgarsvæðið. Nú tengjum við saman öll sveitarfélögin og heyrum frá fulltrúum þeirra, hversu gott það er að hjóla og njóta í tilefni þess að það er Samgönguvika, 16. - 22. september.
Árnes er í 95 km fjarlægð frá Reykjavík. Þar er tjaldsvæði, sundlaug og þjóðvegasjoppa. Þar ætlum við að hjóla helgina 15-17 júlí. Nema þar verði arfavitlaust veður eða óguðleg rigning, þá förum við kannski til Hvammstanga. Alla vega. Takið helgina frá fyrir tjaldferðalag.
Framundan er 3ja daga hjólahelgi. Gist á tjaldsvæðinu á Hvammstanga eða hver og einn planar sína gistingu. Aksturstími á Hvammstanga er ca 2.5 klst, um 200 km.
Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur. Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30. Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma. Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.
Um miðjan mars var ég full af samúð. Til Grindvíkinga, sem hristust með reglulegu millibili. Hlutir féllu úr hillum og fólki varð ekki svefnsamt. Ég, búandi í Reykjavík hristist líka og þótti mér stundum nóg um. Því skipulagði ég hjólaleið um Þingholtið. Nornareið, sem myndi vekja drekann á holtinu svo hann gæti barist við óvættinn á Reykjanesi. Þetta svínvirkaði, um það leiti sem hjólaleiðin rann úr prentaranum, hætti skjálftavirknin og eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall.
Þessi pistill er um ferðamennsku að vetrarlagi. Eða þegar allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis.
Читать дальше...
Þegar ein beljan... Klúbbhúsið okkar í Vesturbæ stendur alveg við gangstétt á hornlóð. Og er greinilega ekki heimili. Fyrir vikið verðum við leiðinlega mikið fyrir barðinu á veggjakroturum. Eftir mörg lög af yfirmálun í mismunandi litatónum var kominn tími á að mála allt húsið og biðum við eftir vorinu til að geta framkvæmt það.
Nú eru Vestfirðirnir komnir í tísku. Lonely Planet var að velja þá sem einn af girnilegustu áfangastöðum í heimi, árið 2022. Árið 2020 varð til svokölluð Vestfjarðaleið í kjölfar þess að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Þetta er skilgreind ferðamannaleið sem ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur unnið að með Vestfjarðastofu í fararbroddi. Það er ekki síst hjólreiðaferðamennskan sem er í sviðsljósinu.