Samgönguhjólreiðar og rafmagnshjól hafa verið líflegir sprotar síðustu misseri, ekki eingöngu á Íslandi heldur einnig í nágrannalöndunum. Þróunin er ör og borgaryfirvöld víða um heim líta til þess að breikka notkun hjóla út fyrir hefðbundin hjól. Oslóborg niðurgreiddi til dæmis rafmagnshjól af stærri gerðinni í fyrra í sérstöku átaki til að fjölga slíkum hjólum.